City Hub hefur opnað á Hverfisgötu 46. Hagstæð og hugguleg gisting í svefnklefum á frábærum stað í Reykjavík, 93 loftkæld svefnrými sem rúma tvo gesti hver og vinalegt almenningssvæði þar sem hægt er að setjast og fá sér drykk.

Framkvæmdir unnar af Þingvangi sem er jafnframt eigandi og innanhússhönnun var í höndum HAF Studio.

City Hub er nú með gististaði í Amsterdam, Rotterdam, Kaupmannahöfn og Reykjavík og er keðjan með margar nýjar staðsetningar á teikniborðinu. Í Amsterdam eru 50 svefnklefar, í Rotterdam eru þeir 126 og í Kaupmannahöfn eru þeir 210.

https://cityhub.com/reykjavik