80 íbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag

30 mars, 2021|0 Comments

Þann 26. mars afhenti Þingvangur síðustu íbúðirnar af 80 íbúðum sem byggðar fyrir Bjarg íbúðafélag á Kirkjusandi. Húsin eru 2ja og 3ja hæða með staðsteyptri bílgeymslu/kjallara og forsmíðaðar timbureiningar ofan á. Húsið er klætt með málmklæðningu í mismunandi litum sem gefur fallega ásýnd. Þingvangur óskar Bjargi íbúðafélagi til hamingju með íbúðirnar.

Beykiskógar, Akranesi

3 nóvember, 2020|0 Comments

Þingvangur hefur afhent Landsambandi Þroskahjálpar nýtt og glæsilegt húsnæði við Beykiskóga 17 á Akranesi. Húsið er timburhús á tveimur hæðum með sex rúmgóðum íbúðum. Við óskum Landsambandi Þroskahjálpar til hamingju með nýtt húsnæði.

Haustið 2020

1 nóvember, 2020|0 Comments

Stillholt 21, Akranesi, húsið fullbúið og allt hið glæsilegasta. Íbúðir með stórkostlegu útsýni á besta stað á Akranesi. 30 af 37 íbúðum seldar. Þann 30. október sl. afhenti Þingvangur Stuðlum meðferðarkjarna nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Húsið er 120 fm timburhús klætt með standandi lerki og plastgluggum. Óskum Stuðlum til hamingju með húsnæðið.

VORIÐ

15 maí, 2020|0 Comments

Sala á Brynjureit og í Stillholti Akranesi gengur vel. Í mars var gerður samningur um að klára 129 íbúðir, tvo bílakjallara í 7 stigagöngum og lóðarfrágang við Hafnarbraut 12 í Kópavogi og gengur sú framkvæmd vel. Einnig var hafist handa við byggingu dreifistöðvar fyrir Faxaflóahafnir í Reykjavíkurhöfn (Faxagarði). Elliðarbrautin rís hæð fyrir hæð og er húsið að taka á sig mynd. Hallgerðargatan fyrir Bjarg íbúðafélag er á áætlun og fyrstu íbúðirnar verða afhentar í haust.

Árið 2019

27 desember, 2019|0 Comments

Þingvangur þakkar fyrir viðskiptin á árinu 2019. Árið hefur verið viðburðarríkt og starfsmenn unnið hörðum höndum að hinum ýmsu verkefnum. Hverfismiðstöð að Fiskislóð hefur verið afhent Reykjavíkurborg og allar íbúðir á Grandavegi eru seldar.  Á Brynjureit eru allar íbúðir tilbúnar og hefur sala gengið vel og er rúmur helmingur íbúða þar seldar. Tíu hæða fjölbýlishúsið að Stillholti 21 á Akranesi er langt komið og hefur sala þar sömuleiðis gengið vel.
Þingvangur vinnur nú m.a. að byggingu 83 íbúða við Elliðabraut 4-6, Norðlingaholti fyrir almennan markað og 80 íbúðum fyrir Bjarg íbúðafélag við Hallgerðargötu (Kirkjusandi) í Reykjavík ásamt öðru.

Stillholt í sölu.

9 október, 2019|0 Comments

Sala er hafin á  10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis að Stillholti 21 á Akranesi. Nú þegar er búið að selja þriðjung íbúðanna. Glæsilegar eignir með frábæru útsýni. Íbúðirnar eru seldar fullbúnar án gólfefna. Forstofa, baðherbergi og þvottahús flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Innréttingar og fataskápar eru frá danska framleiðandanum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson.

Söluaðili er VALFELL s: 570-4824 og hægt er að skoða nánar á á söluvef Þingvangs www.thingvangur.is/stillholt-21

Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali. s: 898-9396 netfang: hakon@valfell.is

(meira…)