FYRIRTÆKIÐ

FAGMENNSKA Í VERKI

 

Þingvangur er öflugur byggingaraðili á Íslandi og hefur fyrirtækið verið í stöðugum vexti frá stofnun árið 2006. Eigandi Þingvangs, Pálmar Harðarson, stjórnarmenn og lykilstjórnendur búa allir yfir áratuga reynslu úr verktakaiðnaði.

Félagið hefur m.a. byggt hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, sumarhús, iðnaðarbyggingar, nautabú og verslunarkjarna. Þingvangur rekur eigið gæðakerfi með vottun frá Frumherja, eigin rafmagns og véladeild, ásamt því að flytja inn helstu aðföng til að tryggja gæði, framboð og verð. Bjóðum upp á samstarf með fyrirtækjum af öllum stærðum og tökum þátt í völdum útboðsverkefnum.

Hjá Þingvangi starfa um 100 manns, auk fjölda undirverktaka.

  • Áratuga reynsla úr verktakaiðnaði
  • Sala og leiga á fasteignum – hótel, skrifstofur, íbúðir, iðnaðarhúsnæði
  • Útboðsverkefni og samstarf
  • Eigin véladeild og innflutningur á vönduðum aðföngum
  • Eigið gæðakerfi með vottun frá Frumherja ásamt Ajour gæðakerfinu.

Saga fyrirtækisins – Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs

„Ég hef unnið í faginu nánast alla ævi,“ segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri. „Ég byrjaði ungur að vinna í byggingargeiranum með föður mínum, Herði Jónssyni, auk þess sem bæði afi og langafi reistu fjölmörg hús hér í borginni. Þegar ég ek um höfuðborgarsvæðið og á landsbyggðinni get ég því bent víða á hús sem við fjölskyldan höfum komið að.“

Árin eftir hrun voru krefjandi fyrir allan byggingariðnaðinn en upphafið að vexti Þingvangs má rekja til þess þegar fyrirtækið keypti gamla Iðnskólann á Akureyri, gerði húsið upp og breytti því í glæsilegt Icelandair-hótel. Undanfarin ár hefur Þingvangur tekið þátt í ótal metnaðarfullum verkefnum á áberandi stöðum, s.s. á Lýsisreit, Hljómalindarreit og Brynjureit.

„Eftir að við náðum viðspyrnu hefur vöxturinn verið hraður og mörg stór verkefni eru í vinnslu. Starfsemi okkar er alls ekki bundin við höfuðborgarsvæðið og við höfum unnið mörg stór verk á landsbyggðinni, t.d. hótel á Akureyri, hótel á Höfn í Hornafirði, glæsilega eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli, ellefu heilsárshús í Kjarnaskógi, kaffihús á Hellnum á Snæfellsnesi og eitt stærsta nautabú landsins á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi.“ segir Pálmar.

Véladeild og eigin innflutningur

Þingvangur hefur um langt bil flutt inn eigin aðföng frá traustum birgjum víða um heim. Þetta er gert til að tryggja gæði og framboð aðfanga, en með þessu er kostnaði einnig haldið niðri, til hagsbóta fyrir alla sem að framkvæmdinni koma. Einnig er Þingvangur með eigin véla- og rafmagnsdeild.

Gæðakerfi

Öll starfsemi Þingvangs fer eftir innra gæðakerfi sem skilgreinir ótal þætti í starfsemi og vinnubrögðum fyrirtækisins, t.d. alla vinnuferla, hvar og hvernig gögn eru vistuð og hvernig haldið er utan um samskipti við opinbera aðila.

Þetta er gert til að tryggja samræmi og samfellu í vinnubrögðum og eftir því sem árin líða safnast upp reynsla og þekking sem skilar sífellt betri framkvæmdum. Gæðakerfi Þingvangs er með vottun frá Frumherja, sem einnig sinnir eftirliti með kerfinu á tveggja ára fresti.

Einnig er unnið að því hjá Þingvangi að taka í notkun Ajour gæðakerfi fyrir allt innra eftirlit.

Útboðsverkefni

Þingvangur hóf 2018 að taka þátt í útboðsverkefnum. Þar má nefna áhaldahús í Örfirisey fyrir Reykjavíkurborg, viðamiklar breytingar á Korputorgi, þangað hyggst ÍSAM flytja starfsemi sína þar á meðal Kexverksmiðjuna Frón og Mylluna, og breytingar og endurgerð innanhúss fyrir sérhæfða starfsemi Vodafone á Suðurlandsbraut.

Laugarnesbyggð / Köllunarklettur – tvær Smáralindir í byggingarmagni

Eitt mest spennandi verkefnið á vegum Þingvangs er svokölluð Laugarnesbyggð fyrir neðan Kleppsveg. Þróunarreitur þar sem byggingarmagnið gæti verið á við tvær Smáralindir.

ÞINGVANGUR EHF

Við hjá Þingvangi tökum vel á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum.
Ekki hika við að hringja eða senda tölvupóst og við svörum um hæl!

12 + 2 =