ÁLFTANES

Lambamýri 1-6

Uppbygging hafin að 84 íbúðum í sex lágreistum fjölbýlishúsum ásamt bílastæðahúsi fyrir almennan markað, verslunahúsnæði, félagsmiðstōð eldri borgara og íbúðir fyrir 60+ í vesturbæ Garðabæjar, Álftanesi. Hönnuður er Arkþing Nordic ehf arkitektar. Fyrstu íbúðir væntanlegar til sölu vor/sumar 2023.

Nánari upplýsingar munu birtast hér og á www.lambamyri.is

FRÉTTIR

Nónhamar 8

Nónhamar 8

Verið er að leggja lokahönd á 20 íbúða fjölbýli á fjórum hæðum við Nónhamar 8, Hafnarfirði. Vel skipulagðar 60-80 fermetra, tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. Innréttingar frá Voke3 með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.

read more
Lindarbrún Hveragerði

Lindarbrún Hveragerði

Uppbygging íbúða fyrir Náttúrulækningafélag Íslands er hafin. Hönnuðir eru Arkþing Nordic og Efla verkfræðistofa og verða íbúðirnar sjálfbærnivottaðar (LEED). Miðað er við íbúa 55 ára og eldri og verða 4-6 íbúðir í hverju húsi sem öll eru tveggja hæða allar með...

read more
Lambamýri – Álftanesi

Lambamýri – Álftanesi

Byggð rís í Lambamýri 1-3 og framvæmdir ganga vel. Bílakjallarinn er uppsteyptur og tvö af sex húsum eru að taka á sig mynd. Fyrstu íbúðir eru væntanlegar á sölu með vorinu 2023. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu Þingvangs þegar nær...

read more

ÞINGVANGUR

Þingvangur er öflugur byggingaraðili á Íslandi og hefur fyrirtækið verið í stöðugum vexti frá stofnun árið 2006. Eigandi Þingvangs, stjórnarmenn og lykilstjórnendur búa allir yfir áratuga reynslu úr verktakaiðnaði.

FJÖLBREYTTAR FRAMKVÆMDIR

Þingvangur hefur reynslu af flestum tegundum byggingarframkvæmda og hefur reist hótel, skrifstofuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, sumarhús, iðnaðarbyggingar, nautabú og verslunarkjarna bæði á eigin vegum og fyrir aðra.

REYNSLA OG GÆÐAKERFI

Þingvangur var stofnað árið 2006 og hafa eigandi, stjórnarmenn og lykilstjórnendur áratuga reynslu úr verktakaiðnaði. Öll starfsemi Þingvangs fer eftir innra gæðakerfi með vottun frá Frumherja.