Sala á Brynjureit og í Stillholti Akranesi gengur vel. Í mars var gerður samningur um að klára 129 íbúðir, tvo bílakjallara í 7 stigagöngum og lóðarfrágang við Hafnarbraut 12 í Kópavogi og gengur sú framkvæmd vel. Einnig var hafist handa við byggingu dreifistöðvar fyrir Faxaflóahafnir í Reykjavíkurhöfn (Faxagarði). Elliðarbrautin rís hæð fyrir hæð og er húsið að taka á sig mynd. Hallgerðargatan fyrir Bjarg íbúðafélag er á áætlun og fyrstu íbúðirnar verða afhentar í haust.