CITY HUB

Hverfisgata

Þingvangur endurbyggir og innréttar Hverfisgötu 46 sem City Hub gististað. Gististaðurinn verður með 94 loftkældum svefnklefum sem munu rúma tvo gesti hver og huggulegu sameiginlegu almenningssvæði þar sem hægt verður að setjast og fá sér drykk. City Hub er nú með gististaði í Amsterdam, Rotterdam og Kaupmannahöfn og er keðjan með margar nýjar staðsetningar á teikniborðinu. Í Amsterdam eru 50 svefnklefar, í Rotterdam eru þeir 126 og í Kaupmannahöfn eru þeir 210. Opnun á Íslandi er áætluð seinni hluta árs 2024.

ÁLFTANES

Lambamýri 1-6

Uppbygging hafin að 84 íbúðum í sex lágreistum fjölbýlishúsum ásamt bílastæðahúsi fyrir almennan markað og verslunahúsnæði í vesturbæ Garðabæjar, Álftanesi. Hönnuður er Arkþing Nordic ehf arkitektar. Rúmlega helmingur af íbúðunum er seldur. Nánari upplýsingar á www.lambamyri.is

GRÆNABORG 16

Vogar á Vatnsleysuströnd

Þingvangur hefur gert samning um byggingu 24 íbúða fjölbýlishúss við Grænuborg 16 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Húsið er á fjórum hæðum og hannað af Krark, Kristni Ragnarssyni arkitekt ehf. Íbúðirnar eru afar vel skipulagðar þriggja til fimm herbergja frá 70 til 110 m2. 

HVERAGERÐI

Lindarbrún

Þingvangur hefur gert samning við Náttúrulækningafélag Íslands um byggingu íbúða við Lindarbrún í Hveragerði. Íbúðirnar eru teiknaðar af arkitektastofunni Arkþing Nordic og Eflu verkfræðistofu.

Íbúðirnar verða sjálfbærnivottaðar (LEED) og geta íbúðarkaupendur þá valið að taka græn og hagstæðari lán hjá flestum lánastofnunum.

Sjá nánari upplýsingar á https://lindarbrun.is/ibudirnar/