
ÁLFTANES
Lambamýri 1-3
Uppbygging hafin að 84 íbúðum í sex lágreistum fjölbýlishúsum ásamt bílastæðahúsi fyrir almennan markað, verslunahúsnæði, félagsmiðstōð eldri borgara og íbúðir fyrir 60+ í vesturbæ Garðabæjar, Álftanesi. Hönnuður er Arkþing Nordic ehf arkitektar. Fyrstu íbúðir væntanlegar til sölu vor/sumar 2023.

HAFNARFJÖRÐUR
Nónhamar 8
Þingvangur ehf er byggingaraðili 20 íbúða fjölbýlishúss við Nónhamar 8 í Hafnarfirði. Íbúðirnar eru allar 60-80 fm stórar og virkilega vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja.
Íbúðirnar eru til sölu hjá RE/MAX Skeifunni 17, Ástþór Reynir í síma 899-6753 eða Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is eða gj@remax.is.

GRÆNABORG 16
Vogar á Vatnsleysuströnd
Þingvangur hefur gert samning um byggingu 24 íbúða fjölbýlishúss við Grænuborg 16 í Vogum á Vatnsleysuströnd. Húsið er á fjórum hæðum og hannað af Krark, Kristni Ragnarssyni arkitekt ehf. Íbúðirnar eru afar vel skipulagðar þriggja til fimm herbergja frá 70 til 110 m2.

HVERAGERÐI
Lindarbrún
Þingvangur hefur gert samning við Náttúrulækningafélag Íslands um byggingu íbúða við Lindarbrún í Hveragerði. Íbúðirnar eru teiknaðar af arkitektastofunni Arkþing Nordic og Eflu verkfræðistofu.
Íbúðirnar verða sjálfbærnivottaðar (LEED) og geta íbúðarkaupendur þá valið að taka græn og hagstæðari lán hjá flestum lánastofnunum.
Sjá nánari upplýsingar á https://lindarbrun.is/
HALLGERÐARGATA
Townhouse við Hallgerðargötu 18, Kirkjusandi
Þingvangur er að reisa þrjú mjög skemmtileg townhouse/raðhús á þremur hæðum sem minna svolítið á útlönd. Fallegt útsýni yfir Laugardalinn af efstu hæð. Húsin eru úr timbri á steyptum grunni og fylgir aðgengi að stæðum í bílastæðahúsi við Hallgerðargötu 2-16. Húsin verða til sölu í ársbyrjun 2023.