LAUGAVEGUR 27a & b

 

Nýtt og spennandi verslunar og þjónustuhúsnæði á Brynjureit. Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en húsnæðin henta vel hinum ýmsum rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, kaffihús, heilsubúð, second hand af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s. lögfræðistofur, auglýsingastofur og arkitektar svo fátt eitt sé nefnt.  Hægt er að tengja saman rekstur og búsetu í sama rýminu. Brynjureitur afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur. Stærðir frá 30-100 fm.

Hellnar

Veitingarými – salir – gistirými
Tækifæri til frekari uppbyggingar á gistimöguleikum á svæðinu

Í húsinu hefur verið rekið þjónustumiðstöð, veitingar- og sýningarstarfsemi. Fasteignin er ekki í rekstri í dag. Stærð fasteignar er 835,7 fm. Stærð lóðar er 11.186 fm. Fyrir liggja teikning af 70 herbergja hóteli og samþykkt deiluskipulag.