Uppbygging íbúða fyrir Náttúrulækningafélag Íslands er hafin. Hönnuðir eru Arkþing Nordic og Efla verkfræðistofa og verða íbúðirnar sjálfbærnivottaðar (LEED). Miðað er við íbúa 55 ára og eldri og verða 4-6 íbúðir í hverju húsi sem öll eru tveggja hæða allar með aðgengi að lyftu. Hverri íbúð fylgir stæði í bílakjallara.