Nýjar íbúðir: 34-102 fm

Hverfisgata 40-44 og Laugavegur 27a og 27b (á Brynjureit) eru þrjú lyftuhús sem standa á sameiginlegum bílakjallara með innakstri frá Hverfisgötu. Á Hverfisgötu 40-44 eru 49 íbúðir, á Laugavegi 27a eru 13 íbúðir og Laugavegi 27b eru 10 íbúðir. Samtals eru þetta 72 nýjar, glæsilegar íbúðir og nokkur verslunarbil. Allt frá smáíbúðum í þriggja herbergja íbúðir. Á efstu hæð eru nokkrar tveggja hæða íbúðir með stórum þakgarði þar sem gert er ráð fyrir heitum potti.

Íbúðirnar eru vandaðar og við hönnun þeirra var leitast við að nýta hvern fermetra sem best. Allar íbúðirnar skilast með gólfefnum, innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppvottavél og bílastæði fylgja hluta íbúðanna. Staðsetningin er frábær og fyrir þá sem kjósa lífstíl án bíls er staðsetningin tilvalin.  Húsin skapa saman umhverfi sem er í miðpunkti verslunar, afþreyingar og þjónustu í hinu litríka miðborgarlífi.

Á Hverfisgötu 40-44 eru samtals 49 íbúðir, 34 smáíbúðir, 12 tveggja herbergja íbúðir og þrjár þriggja herbergja íbúðir. Á efstu hæðinni eru þrjár íbúðir á tveimur hæðum með suðursvölum og ein með tveimur svölum með óviðjafnanlegu útsýni.

Sérgeymslur íbúða eru í kjallara og á fyrstu hæð er bílastæðahús ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.