Reykjavíkurborg veitti á dögunum viðurkenningar fyrir fallegar lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja og vandaðar endurbætur á eldri húsum í Reykjavík árið 2020 og 2021.
Ein af fallegustu lóðunum árið 2020 var Grandavegur 42.

Rökstuðningur Reykjavíkurborgar var eftirfarandi: Vönduð hönnun. Snyrtileg og vel viðhaldin lóð. Mjög gott aðgengi um lóð. Fjölbreyttir notkunarmöguleikar fyrir alla aldurshópa. Fjölbreytt og gott gróðurval á lóð sem skapar mjúka ásýnd. Hönnuður lóðarinnar er Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt FÍLA.