Þingvangur endurbyggir og innréttar Hverfisgötu 46 sem City Hub gististað. Gististaðurinn verður með 94 loftkældum svefnklefum sem munu rúma tvo gesti hver og huggulegu sameiginlegu almenningssvæði þar sem hægt verður að setjast og fá sér drykk. City Hub er nú með gististaði í Amsterdam, Rotterdam og Kaupmannahöfn og er keðjan með margar nýjar staðsetningar á teikniborðinu. Í Amsterdam eru 50 svefnklefar, í Rotterdam eru þeir 126 og í Kaupmannahöfn eru þeir 210. Opnun á Íslandi er áætluð seinni hluta árs 2024.