Þingvangur þakkar fyrir viðskiptin á árinu 2019. Árið hefur verið viðburðarríkt og starfsmenn unnið hörðum höndum að hinum ýmsu verkefnum. Hverfismiðstöð að Fiskislóð hefur verið afhent Reykjavíkurborg og allar íbúðir á Grandavegi eru seldar. Á Brynjureit eru allar íbúðir tilbúnar og hefur sala gengið vel og er rúmur helmingur íbúða þar seldar. Tíu hæða fjölbýlishúsið að Stillholti 21 á Akranesi er langt komið og hefur sala þar sömuleiðis gengið vel.
Þingvangur vinnur nú m.a. að byggingu 83 íbúða við Elliðabraut 4-6, Norðlingaholti fyrir almennan markað og 80 íbúðum fyrir Bjarg íbúðafélag við Hallgerðargötu (Kirkjusandi) í Reykjavík ásamt öðru.