Laugavegur 192019-01-12T14:30:31+00:00

Laugavegur 19

Glæsilegar íbúðir í hjarta miðbæjarins. Í húsinu eru 5 íbúðir, tvær á annarri hæð, tvær á þeirri þriðju og ein á fjórðu (efstu hæð). Hver íbúð er í raun einstök. Íbúðirnar eru hannaðar af Minimum ehf., Guðbjörgu Magnúsdóttur, innanhúsarkitekt. Sérsmíðaðar íslenskar innréttingar frá HBH, eldhústæki frá AEG, borðplata úr granít og innihurðar sérsmíðaðar frá FAGUS trésmiðju í Þorlákshöfn. Í kjallara eru sameiginlegt þvottahús, sérgeymslur íbúða, hjóla- og vagnageymsla og aðgangur að lokuðu upphituðu bílastæðahúsi.

Hægt er að kaupa stæði í bílastæðahúsinu.

Íbúðirnar skilast fullbúnar með hvíttuðu eikarparketi frá Parka og baðherbergi flísalögð. Ísskápur og uppþvottavél fylgja.

Staðsetningin er einstök við nýtt og fallegt torg. Margir af bestu veitingastöðum bæjarins í göngufæri ásamt verslunum, kaffihúsum og fleira.

Tilbúnar til afhendingar við kaupsamning.

HAFA SAMBAND