Klapparstígur 282018-12-17T09:13:05+00:00

Nýjar íbúðir: 74-138 fm

Klapparstígur 28 er lyftuhús með fjórum íbúðum. Húsið er fjórar hæðir auk kjallara. Veitingastaður (Skelfiskmarkaðurinn) í kjallara og á þeirri fyrstu og íbúðir á næstu þremur. Tvær íbúðir á annarri hæð, tvær íbúðir á þriðju og rishæð. Í kjallara eru að auki sérgeymslur íbúða, hjóla- og vagnageymsla, tæknirými og gangur í upphitað lokað bílastæðahús (í gegnum Klapparstíg 30).

Hægt er að kaupa stæði í bílastæðahúsinu.

Íbúðir eru fullbúnar án gólfefna en baðherbergi flísalögð. Vandaðar innréttingar frá danska framleiðandanum HTH og Cornerstone borðplötur. Eldhústæki frá AEG. Staðsetningin er einstök í hjarta miðborgarinnar rétt fyrir neðan Laugaveginn. Klapparstígur 28 tengist nýju og glæsilegu torgi og eru sumar íbúðanna með útsýni beint út á torgið.

Íbúðir tilbúnar til afhendingar í byrjun árs 2019.

HAFA SAMBAND